Skil á verkefni

Skil á verkefnum til Vörumerkingar

Krafa viskiptavinarinns er að fá sín verk unnin á sem skemmstum tíma, í hámarks gæðum og á hagkvæman hátt. Til að geta komið til móts við þessar kröfur þurfa allar upplýsingar og skil gagna til okkar að vera rétt og skilmerkileg til að ná gæðakröfum og til að spara fé og tíma.

Format 

Ekki skiptir máli hvort verkefni eru unnin í PC eða MAC (Machintosh) tölvum. Hinsvegar skiptir máli hvaða verk eru unnin í hvaða forritum.

Forrit 

Vinnsluskjöl, umbrot þurfa að vera unnin í eftirfarandi forritum: Illustrator, InDesign, FreeHand og myndir unnar í Photoshop.Texta og töflum má skila í forritunum Word eða Excel enda eru þau ekki ætluð til umbrots að neinu tagi. Séu verk unnin í öðrum forritum tökum við eingöngu við þeim á PDF formati.

Stansar 

Stansasafn Vörumerkingar er stórt og margvíslegt. Kynnið ykkur úrvalið áður enn uppsetningavinna hefst hvort stærðir sem henta, séu til eða hvort smíða þurfi nýjan stans í viðkomandi verk því slíkt tekur nokkra daga.

Letur 

Allir leturfontar í vinnsluskjölum verða annaðhvort að fylgja með eða vera útlínaðir (outlined).

Blæði  

Allar myndir og grunnar sem ná eiga út í skurð verða að blæða minnst 2 mm út fyrir skorna eða stansaða stærð verksins á alla kanta.

Myndir/Merki 

Vistið allar myndir á EPS eða á Tiff skráaformi. Hafið litasviðið stillt á CMYK. Upplausn mynda á að vera minnst 300 dpi (punktar á tommu). Firmamerki (logó) skilist helst á vektoruðu formi með litamerkingum og pantone litanúmerum.

Próförk

PDF lokapróförk skal fylgja öllum verkum sem sýnir rétt heildarútlit verksins.

Skil gagna 

Með gögnum skulu fylgja upplýsingar um hver sé verkkaupi /greiðandi verksins ásamt upplýsigum um hönnuð verksins, nafn hans, netfang og símanúmer.

Skilaleiðir

Skil geta verið með marvíslegum hætti á CD-, DVD diskum, minnislykli, með tölvupósti og inn á ftp server.

Tölvupóstur: pantanir@vorumerking.is

Ftp Server: ftp.vorumerking.is

Notandi: gestur

Aðgangsorð: vinnsla

Svæði

Vörumerking ehf.  |  Suðurhraun 6a  |  210 Garðabæ  |  Sími: +354 414 2500  |  Fax: +354 575 8001  |  vorumerking@vorumerking.is