Saga

Grunnur að starfsemi Vörumerkingar var lagður árið 1962. Fyrstu tíu ár starfseminnar bar það nafnið Karl M. Karlsson & Co en frá árinu 1972 hefur það borið núverandi nafn, Vörumerking.

Samhentir keyptu Vörumerkingu árið 2012. Vélakostur var endurnýjaður árið 2013 og flutt í nýtt húsnæði að Suðurhrauni 6

 

Fyrstu árin var framleiðslan að mestu leyti áprentuð límbönd, fólíur og ýmislegt annað sem ekki hafði áður verið prentað hérlendis. Smám saman jókst áherslan á framleiðslu límmiða sem hefur enn frekar styrkst undanfarin ár.

Starfsemi Vörumerkingar er í sífelldri þróun og eru starfsmenn vakandi fyrir nýjum tækifærum sem tengjast umbúðum og merkingu á vörum með prentun á pappír, plastefni og álfólíu í samstarfi við viðskiptavini fyrirtækisins.

Prenttækni tekur stöðugum framförum og enn koma fram nýjar gerðir hráefnis sem henta fyrir sérhæfða notkun á þessu sviði.

Vélakostur Vörumerkingar var endurnýjaður mikið árið 2013 og er mjög fullkominn. Nýju vélarnar prenta í mun meiri gæðum en þær gömlu og eru auk þess mun hagkvæmari í rekstri.  Fyrirtækið prentar hefðbundna límmiða á pappír eða plast, álfilmur, állok, plastfilmur og kort ýmiskonar. Í vélaflotann bættist nýlega hágæða stafræn prentvél sem gerir prentun á smáum upplögum mun hagkvæmari.

Afskurður er minni en áður og því er framleiðslan orðin mun umhverfisvænari.  Allur afskurður fer til endurvinnslu.

Árið 2013 var starfsemin flutt í sérhannað húsnæði að Suðurhrauni 6 í Garðabæ. Hluti af framleiðslusalnum er einungis fyrir framleiðslu á umbúðum fyrir matvæli og lyf og er hann lokaður af frá annarri framleiðslu. Í þeim sal eru loftskipti mun örari og framleiðslan uppfyllir ströngustu skilyrði lyfja- og matvælaeftirlits.

Starfsfólk Vörumerkingar hafa langa reynslu á sviði hönnunar og prentunar. í samvinnu við viðskiptavini er sífellt verið að leita nýrra lausna. Fyrirtækið er mjög tæknivætt og starfsfólk fylgist vel með nýjungum. 

Svæði

Vörumerking ehf.  |  Suðurhraun 6a  |  210 Garðabæ  |  Sími: +354 414 2500  |  Fax: +354 575 8001  |  vorumerking@vorumerking.is